22/04/2024

Dagur verkfræðinnar – Teningurinn afhentur

© VFÍ

Dagur verkfræðinnar var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 19. apríl síðastliðinn. Ráðstefnan var vel heppnuð og voru fulltrúar Verkís, Hörn Hrafnsdóttir, Sólveig K. Sigurðardóttir, Hallgrímur Örn Arngrímsson og Fannar Pálsson, öll með fyrirlestur.

Hallgrímur Örn

Dagurinn varð svo enn betri þegar Almannavarnir hlutu Teninginn, sem er viðurkenning VFÍ fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd, en verðlaunin voru veitt fyrir varnaraðgerðir í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesi.

Verkís hefur heldur betur tengst þessu risavaxna verkefni, en Verkís hefur, ásamt Eflu, hannað varnaraðgerðir og haft umsjón með framkvæmdunum og úrlausn mála í viðbragðsástandi á staðnum. Auk þess hefur straumfræðiteymi Verkís nýtt þær forsendur til að herma hraunrennsli fyrir ólíkar sviðsmyndir og valið legu og hæðir varnargarða til að hámarka virkni þeirra. Hermunarteymi Verkís og Veðurstofunnar hafa síðan prófað hönnunina með hraunhermunum þar sem varnargörðum og öðrum aðgerðum hefur verið bætt við landlíkan.

Við erum gríðarlega stolt að hafa verið hluti af þessum glæsilega hópi sem hefur unnið þrekvirki í þessum erfiðu aðstæðum og erum mjög ánægð með hvernig samstarfið hefur gengið með þessum fjölbreytta hópi.

Sólveig og Hörn

Heimsmarkmið

© VFÍ