04/08/2022

Eldri sumarhúsahverfi oft í meiri hættu

Eldri sumarhúsahverfi oft í meiri hættu
Dóra fer yfir ýmsar græjur sem gott er að hafa við höndina ef eldur kviknar.

Eldri sumarhúsahverfi oft í meiri hættu. Huga þarf sérstaklega að aðkomu slökkviliðs við skipulag sumarhúsasvæða sem og slökkvivatni, að vatnsöflun á svæðinu sé nægjanlega til að tryggja brunavarnir. Mikill munur getur verið á eldri sumarhúsahverfum og nýjum og eru vegir í eldri hverfum gjarnan illfærir fyrir slökkviliðsbíla.

Rætt var við Dóru Hjálmarsdóttur, öryggisráðgjafa og verkfræðing hjá Verkís og Lárus Kristinn Guðmundsson, settan varaslökkvistjóra Brunavarna Árnessýslu í Sumarlandanum á RÚV. Dóra sýndi hinar ýmsu græjur sem gott er að hafa við höndina í sumarhúsum ef eldur kviknar.

„Ég vil auðvitað hafa huggulegt og fallegt í kringum mig. En ég þarf að hugsa að því að planta ekki mjög eldfimum plöntum nálægt húsinu mínu,“ sagði Dóra meðal annars innslaginu. Á mörgum svæðum eru bústaðir bókstaflega komnir á kaf í gróður og þar skapast hætta. „Best er að það sé svona um einn og hálfur metri í kringum húsið sem sé svona nokkuð gróðurfrír.

 

Heimsmarkmið

Eldri sumarhúsahverfi oft í meiri hættu
Dóra fer yfir ýmsar græjur sem gott er að hafa við höndina ef eldur kviknar.