02/05/2023

Fjallað um hönnun lýsingarteymis Verkís við Ánanaust

Lýsingarteymi Verkís vinnur að hönnun lýsingar við útsýnispall við Ánanaust í Reykjavík.

Í nýjasta tímariti arc – lighting in architecture er fjallað um eitt af verkefnum lýsingarteymis Verkís, lýsingu við útsýnispall við Ánanaust í Reykjavík en verkefnið er í vinnslu. Umfjöllunin er á blaðsíðum 22 og 23.

Ásamt lýsingu, sá Verkís einnig um landslags- og verkfræðihönnun útsýnispallsins.

Frá útsýnispallinum verður einstakt útsýni yfir Faxaflóa og á dögum sem skyggni er gott sé hægt að sjá alla leið til Akraness og virða Snæfellsjökul fyrir sér úr fjarska. Þá er pallurinn einnig góður staður til að njóta miðnætursólarinnar.

Markmiðið er ekki bara að lýsa upp útsýnispallinn, heldur að finna lausn sem gæti varpað betra ljósi á hönnunina, skapað aðlaðandi andrúmsloft og jafnframt varðveitt eins og hægt væri gæði myrkurs. Við lýsingarhönnunina er einnig litið til þess að lýsingin þarf að veita nægilegt öryggi þeim sem þarna fara um.

Lýsingarteymi Verkís vinnur að hönnun lýsingar við útsýnispall við Ánanaust í Reykjavík.