Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2023
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2023. Verkís tók þátt í Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica dagana 21. – 22. september sl.
Dagskrá ráðstefnunnar var vegleg að vanda þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga setti ráðstefnuna. Verkís tekur þátt í ráðstefnunni ár hvert þar sem fyrirtækið hefur veitt ráðgjöf við uppbyggingu innviða flest allra sveitarfélaga hérlendis þar sem þjónusta fyrirtækisins nær til allra verkfræðiþátta.
Á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga koma saman allir útibússtjórar Verkís og aðrir starfsmenn. Það er frábært tækifæri fyrir fulltrúa sveitarfélaga að hitta lykilstarfsmenn Verkís sem sinna þjónustu við sveitarfélögin. Verkís rekur sex útibú á tólf starfsstöðvum út um allt land, því er viðvera starfsmanna Verkís á Fjármálaráðstefnunni mikilvæg til að styrkja tengsl og kynna verkefni og þjónustu fyrirtækisins.
Verkís bauð gestum sínum á ráðstefnunni að taka þátt í happdrætti og í ár var Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Dalabyggð dregin út og hlaut gjafabréf í vinning.