31/10/2023

Fjölmennar vísindaferðir til Verkís

Fjölmennar vísindaferðir til Verkís

Fjölmennar vísindaferðir til Verkís. Tæplega þrjú hundruð nemendur í verkfræði og tæknifræði heimsóttu Verkís í Ofanleiti föstudagana 20. og 27. október. Þar kynnti starfsfólk Verkís starfsemi og verkefni stofunnar ásamt því að fjölmargir nýttu sér tækifærið að prófa Meta Quest 2 sýndarveruleika gleraugu Verkís og fara með þeim inn í BIM verkefni og skoða sig um með hjálp The Wild hugbúnaðarins. Auk þess tóku nemendur þátt í skemmtilegri spurningakeppni þar sem vinningshafar voru leystir út með veglegum vinningum.

Fyrst voru það nemendafélögin Naglarnir, félag umhverfis- og byggingarverkfræðinema, Vír, félag rafmagns- og tölvuverkfræðinema og Vélin, félag iðnaðar- véla- og efnaverkfræðinema við Háskóla Íslands sem komu í heimsókn föstudaginn 20. október. 

Síðan voru það nemendafélög tækni- og verkfræðinema við HR, Pragma og Technis í HR ásamt ATO nemendafélagi mekatrónik hátæknifræði í Háskóla Íslands sem komu í heimsókn þann 27. október. 

 

Við þökkum þessum flottu hópum kærlega fyrir komuna.

vísindaferðir til Verkís vísindaferðir til Verkís vísindaferðir til Verkís

Fjölmennar vísindaferðir til Verkís