19/10/2018

Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ

Fellið
Fjölnota íþróttahús Mosfellbær

Verkís er aðalráðgjafi vegna væntanlegs fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ.

Samþykkt hefur verið að hefjast handa við framkvæmdir byggingu fjölnota íþróttahúss og að gengið verði til samninga við Alverk sem var lægstbjóðandi. Samningurinn mun ná yfir hönnun og byggingu hússins sem verður byggt úr tvöföldum PVC dúk á stálgrind en undirstöður og veggir verði steinsteyptir.

Húsið verður um 3.800 fermetrar að grunnfleti auk innfelldrar lágbyggingar, sérútbúið til knattspyrnuiðkunar auk göngubrautar umhverfis völlinn.

Gert er ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun haustið 2019.

Mosfellingur birti frétt um málið í gær : Samið við Alverk um byggingu fjölnota íþróttahúss.

Fellið
Fjölnota íþróttahús Mosfellbær