28/11/2019

Fjölnota íþróttahús ÍR-inga rís í Mjódd

Húsið verður rúmlega 4.300 m² og hliðarbygging þess tæpir 1.300 m² en í henni verða m.a. búningsklefar og aðstaða til lyftinga. Stefnt er að því að taka húsið í notkun á næsta ári.

Verkís sá um forhönnun hússins og vann að gerð alútboðsgagna þar sem verkið var boðið út í alverktöku. Þá er Verkís ráðgjafi verkkaupa á framkvæmdartíma. Mikil uppbygging er framundan í suður Mjódd en byggingarnefnd heldur utan um uppbyggingu á svæðinu. Vilborg Yrsa Sigurðardóttir er formaður nefndarinnar. 

Fjallað er um verkefnið í frétt mbl.is þar sem sjá má yfirlitsmyndband, tekið með flygildi. 

Verkefni: Fjölnota íþróttahús í suður Mjódd

Fjölnota íþróttahús ÍR í Mjódd
fjolnota-ithrottahus-ir-i-mjodd