08/06/2023

Fjörutíu stúdentaíbúðir rísa á Ísafirði

Fjörutíu stúdentaíbúðir rísa á Ísafirði
Til stendur að byggja tvö hús með 40 stúdentaíbúðum á Ísafirði.

Fjörutíu stúdentaíbúðir rísa á Ísafirði. Það er góður gangur í byggingu stúdentaíbúða á Ísafirði. Til stendur að byggja tvö hús með 40 stúdentaíbúðum sem munu mæta sívaxandi eftirspurn eftir húsnæði í bænum en sífellt fleiri stunda nám við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði. Verkís sér um byggingarstjórnun.

Fyrra húsið er risið og unnið er að setja þak á síðara húsið. Fyrra húsið verður tekið í notkun í september en hitt í október. Húsið er er tvær hæðir með risi, byggt úr timbureiningum, þ.e. veggir, milligólf og þak. Það er klætt að utan með standandi timburklæðningu og eru lagnir að mestu utanáliggjandi.

Byggingarstjóri er m.a. ábyrgur fyrir því að verk séu útfærð í samræmi við útgefnar verkteikningar hönnuða og í samræmi við byggingarreglugerð. Hann ber einnig ábyrgð á því að fram fari opinberar úttektir á verkþáttum og verkinu í heild í samræmi við byggingarreglugerð.

Flatarmál fyrstu hæðar er 825 fermetrar og annarrar hæðar og ris 1004 fermetrar. Einingarnar eru framleiddar í Eistlandi og fluttar til landsins til samsetningar. Verkkaupi er Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða hses.

Við Háskólasetrið eru kenndar tvær námsbrautir á meistarastigi. Annars vegar sjávarbyggðafræði og hins vegar haf- og strandsvæðastjórnun.

Heimsmarkmið

Fjörutíu stúdentaíbúðir rísa á Ísafirði
Til stendur að byggja tvö hús með 40 stúdentaíbúðum á Ísafirði.