Flöskuskeytið aðeins 30 kílómetra frá landi
Miðað við vindaspá næstu daga er raunhæft að ætla að skeytið gæti náð landi í vikunni. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með ferðum skeytisins og að sjálfsögðu að reyna að finna það, komi það upp á land.
Skeytið hefur lagt að baki tæplega fimm þúsund kílómetra í sjó. Um tíma leit út fyrir að skeytið myndi enda ferð sína í Færeyjum en svo varð ekki. Fyrir mánuði komst skeytið svo norður fyrir heimskautsbaug.
Flöskuskeytið er útbúið með GPS-staðsetningarbúnaði og gervihnattasendi sem gerir fólki kleift að fylgjast með ferðalögum plötunnar. Búnaðurinn sendir frá sér merki á sex klukkustunda fresti.
Fyrri fréttir um flöskuskeytið:
Flöskuskeytið komið norður fyrir heimskautsbaug
Flöskuskeytið strandaði við Lambhólma en hefur verið sjósett að nýju
Ásgeir Trausti varpaði vínylplötu í hafið
Plata Ásgeirs Trausta í flöskuskeyti frá Verkís
