02/01/2019

Flöskuskeytið fannst í norður Noregi

Flöskuskeytið fannst í Noregi
Flöskuskeytið fannst í Noregi

Þann 30. desember síðastliðinn náði flöskuskeytið landi í norður Noregi, skammt vestan við bæinn Berlevåg.

Á nýársdag, fór Arnt Eirik Hansen íbúi í Berlevåg í göngutúr með hundana sína og náði í flöskuskeytið í fjöruna í Fuglenesbukta sem er skammt vestan við bæinn. Skeytið virðist af myndunum frá Arnt að dæma í góðu ásigkomulagi en þó virðist raki hafa komist að bréfinu frá Atla. Við þökkum Arnt kærlega fyrir að sækja flöskuskeytið og það var gaman að sjá hvernig samfélagsmiðlarnir voru notaðir til að koma skilaboðum til Norðmanna á svæðinu og einnig Íslendinga sem þar eru búsettir. Ólafur Sigurgeirsson, sem býr í Berlevåg reyndi að nálgast skeytið á gamlársdag en varð frá að hverfa sökum öldugangs. Við þökkum honum einnig fyrir að reyna að finna skeytið.

Arnt Eirik Hansen er búinn að opna skeytið og sjá bréfið frá Atla og við munum nú biðja hann um að koma því aftur til okkar.

Flöskuskeytinu var kastað í hafið frá Lagarfossi, skipi Eimskipafélagsins suðaustur af landinu þann 20. júlí síðastliðinn. Þar dólaði það lengi á hafsvæðinu milli Íslands og Færeyja um sumarið en í lok september fór það að taka ákveðna stefnu í átt að Noregsströndum. Það hefur það svo siglt undanfarna mánuði norður með ströndinni og náði loks landi daginn fyrir gamlársdag. Það hefur siglt yfir 5000 kílómetra á leið sinni og sýnt okkur það sem Atli vildi koma á framfæri að rusl og plast sem er hent í hafið getur borist langar leiðir.

Frétt af visir.is : Fór með hundana og fann flöskuskeytiðí Fuglanesi.

Frétt af visir.is : Fylgdist daglega með flöskuskeytinu. 

Frétt af berlevaagnytt.com : På flaskepostjakt 1. nyttårsdag.

Frétt af grapevine.is : „Message in a bottle“ from Iceland in July found in Norway on New Year’s day.

Flöskuskeytið fannst í Noregi
Flöskuskeytið fannst í Noregi