28/02/2018

Flöskuskeytið komið norður fyrir heimskautsbaug

Flöskuskeytið
Heimskautsbaugur floskuskeyti

Flöskuskeytið hefur nú náð þeim áfanga að komast norður fyrir heimskautsbaug. Í umhleypingum síðustu vikna sigldi skeytið hraðbyri norður en um helgina má gera ráð fyrir að vindur snúist og skeytið sigli aftur í suður.

Þann 3. nóvember á síðasta ári varpaði tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti flöskuskeyti, sem inniheldur 7“ vínylplötu, úr þyrlu í hafið skammt vestur af Reykjanesskaga. Til að byrja með var skeytið í Faxaflóa en endaði síðan í Breiðafirði þar sem það strandaði við Lambhólma, einni af fjölmörgum eyjum í firðinum.

Af öryggisástæðum var ákveðið að menn sem þekkja vel til á svæðinu til þess að sækja skeytið. Ferð þeirra félaga gekk mjög vel og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina. Flöskuskeytið fór fljótlega í annað ferðalag en við fengum Eimskip í lið með okkur til þess að koma skeytinu aftur í hafið.

Við vonumst til að flöskuskeytið nái næst landi þar sem auðveldara og öruggara verður fyrir almenning að nálgast það.

Flöskuskeytið
Heimskautsbaugur floskuskeyti