16/10/2025

Flutningar starfsstöðvar Verkís á Akureyri

Austursíða 6

Starfsstöð Verkís á Akureyri hefur flutt aðstöðu sína að Austursíðu 6, 2. hæð. Um er að ræða glænýtt rými í skrifstofuturni við Norðurtorg.

Í nýju skrifstofurými er lögð áhersla á opin og þægileg rými fyrir starfsfólk ásamt mötuneyti sem bíður upp á heitan mat í hádeginu og kaffihorni sem leggur upp með kaffihúsastemningu. Starfsfólk mun einnig hafa aðgang að búningsaðstöðu og hjólageymslu.

Ný starfsstöð mun gefa rými til að fjölga í starfsmannahópnum, ásamt því að bæta vinnuaðstöðu töluvert. Verkís er umhugað um vellíðan síns starfsfólks og er þetta mikilvægur liður í uppbyggingu Verkís á Norðurlandi.

Austursíða 6