14/07/2023

Frumdrög að Borgarlínu um Hamraborg

Frumdrög að Borgarlínu um Hamraborg
Frá undirritun samningsins.

Frumdrög að Borgarlínu um Hamraborg. Vegagerðin og Verkís hafa skrifað undir samning um gerð frumdraga að Borgarlínu um Hamraborg.

Verkefnið felur m.a. í sér gerð frumdraga að legu Borgarlínu í götusniði Hafnarfjarðarvegar innan Kópavogs og staðsetningu og útfærslu borgarlínustöðvar/-a í Hamraborg ásamt gerð kostnaðaráætlunar fyrir framkvæmd verksins.

Í útboðslýsingu segir að Hamraborg sé mikilvæg samgöngumiðstöð, sem tengi alla ferðamáta og verði tengipunktur í leiðarneti Borgarlínunnar og Strætó. Hamraborg tengi einnig saman framkvæmdalotu 1, 2 og 4, eða þrjár af sex lotum Borgarlínunnar. Lota 1 er Hamraborg-Ártúnshöfði, lota 2 Hamraborg-Lindir og lota 4 Fjörður-Miklabraut (með viðkomu í Hamraborg).

Verkefnið var auglýst á útboðsvef opinberra útboða og á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og tilboð opnuð þriðjudaginn 27.júní sl. Gengið var til samninga við Verkís sem bauð í verkefnið með VSB verkfræðistofu, Rambøll og Urbana skipulagsráðgjöf.

Á myndinni, sem tekin var við undirritun samningsins þriðjudaginn 11. júlí sl., eru frá vinstri: Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis Vegagerðarinnar, Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar, Grétar Páll Jónsson, verkefnisstjóri Verkís og Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, sviðsstjóri Samgöngu- og umhverfissviðs Verkís.

Heimsmarkmið

Frumdrög að Borgarlínu um Hamraborg
Frá undirritun samningsins.