Fulltrúi Verkís fjallar um djúpborun á GRC 2019
Fulltrúi Verkís fjallar um djúpborun á GRC 2019. Árlegur fundur GRC (Geothermal Resources Council) verður haldinn í Palm Springs í Kaliforníu í Bandaríkjunum dagana 15.-18. september nk. Þema fundarins er Geothermal: Green Energy for the Long Run. Þorleikur Jóhannesson, vélaverkfræðingur á Orkusviði Verkís, verður með erindi á námskeiði sem er hluti af fundinum.
Erindi hans ber yfirskriftina IDDP wellhead design – Fluid handling at the surface eða Hönnun borholu IDDP – Meðhöndlun vökva á yfirborði.
Það fylgja því töluverðar áskoranir að hanna yfirborðsbúnað til að taka á móti og meðhöndla gríðarlega heitan jarðhitavökva. Markmiðið með djúpborunarverkefninu IDDP 2 á Reykjanesi var að kanna hvort hægt væri að finna vökva sem væri um 500°C og allt að 300 bör. Í erindi sínu mun Þorleikur fjalla um þessar áskoranir.
Djúpborun á Reykjanesi hófst árið 2016 og þegar lokið var við að bora náði holan niður á tæplega 5 kílómetra dýpi og er þar með dýpsta hola á jarðhitasvæði í heiminum. Tilgangurinn með verkefninu er að vinna meiri orku úr hverri holu sem boruð er. Heitari vökvi er orkuríkari og það má segja að orkuinnihald í hverju kílói af vökva sem kemur til yfirborðs er hærra, og þannig væri hægt að framleiða meiri orku á minna landsvæði sem þýðir minni umhverfisáhrif og ef þetta tekst, lægri kostnaði