17/10/2024

Fyrirlestrar um jarðvegsmengun

Fyrirlestrar um jarðvegsmengun

Verkís leggur mikla áherslu á rannsóknir tengdar mengun og umhverfisvöktun. Í næstu viku mun Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, umhverfis- og jarðefnafræðingur hjá Verkís og formaður Fagfélags um mengun á Íslandi (FUMÍS), flytja tvo fyrirlestra um jarðvegsmengun. Hún mun deila þekkingu sinni á þessu sviði og vekja athygli á áhrifum mengunar á umhverfið.

Erla Guðrún Hafsteinsdóttir
Erla Guðrún Hafsteinsdóttir

Morgunverðarfundur í Háskóla Íslands – Mengun í jarðvegi
Fyrri fyrirlesturinn fer fram þann 23. október kl. 8:00-10:00 á morgunverðarfundi sem haldinn er af Háskóla Íslands í samstarfi við Vatns- og fráveitufélag Íslands (VAFRÍs). Fundurinn mun fjalla um mengun í jarðvegi og mikilvægi aðgerða til að stemma stigu við henni. Erla mun ræða helstu áskoranir í jarðvegsmengun og hvernig rannsóknir og lausnir Verkís koma að góðum notum.

Nánari upplýsingar má finna hér

Hvað er jarðvegsmengun? – Fyrirlestur í Náttúrufræðistofu Kópavogs
Seinni fyrirlesturinn fer fram sama dag, 23. október, kl. 12:15-13:00 í Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem hluti af erindaröðinni „Hvað er“. 

Í þessum fyrirlestri útskýrir Erla á mannamáli hvað jarðvegsmengun er og hvers vegna hún er stórt áhyggjuefni í nútíma umhverfi. Hún mun einnig varpa ljósi á þær aðferðir sem Verkís beitir í rannsóknum og hvernig þær stuðla að betri skilningi og úrbótum á mengunarmálum.

Nánari upplýsingar má finna hér og á Facebook-síðu viðburðarins.

Við hvetjum öll til að kynna sér þetta áhugaverða efni og styrkja vitundina um mengunarmál í jarðvegi.

Heimsmarkmið

Fyrirlestrar um jarðvegsmengun