20/07/2018

Fyrsta skóflustunga að Marriott flugvallarhóteli

Marriott flugvallarhótelið verður staðsett við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar á leið út á Keflavíkurflugvöll. Hótelið verður 150 herbergja og 6.000 m2, ásamt verslunarkjarna. 

Hótelið mun verða hluti af Courtyard-keðju Marriott en sú keðja rekur yfir þúsund hótel á öllum helstu flugvöllum Evrópu. Courtyard hótelin eru þriggja stjörnu.

Framkvæmdir eiga að hefjast í kjölfar skóflustungunnar og áætlað er að hótelið opni haustið 2019.

Byggingaraðili hótelsins er fyrirtækið Aðaltorg ehf. í Reykjanesbæ.

Greint var frá skóflustunginni á vef Víkurfrétta í gær.

Uppfært 4.5.2020: Hótelið hefur fengið nafnið Aðaltorg. 

Marriot flugvallahótel
marriott_adaltorg