11/05/2020

Gerðu sérstakar ráðstafanir til að festa útsýnispall við Gatklett

Vegna hruns úr berginu má gera ráð fyrir að grjót muni molna undan útsýnispallinum og því þurfti að gera sérstakar ráðstafanir til að festa pallinn vel inn í land. 

Mikilvægt var að huga að því að pallurinn myndi bera sig þó að það myndi ef til vill hrynja undan fremsta hluta hans.

Áður var útsýnispallur úr timbri við Gatklett en hann var lítill og annaði ekki eftirspurn þeirra sem vildu virða fyrir sér útsýnið. Ljóst var að stækka þyrfti pallinn og var ákveðið að fara þá leið að útbúa steyptan pall með nýju handriði. 

Ferðamenn á útsýnispallinum sl. haust. 

Gatklettur á Arnarstapa 

Útsýnispallur við Gatklett Burðarþolshönnun
96287403_2788655547850099_8273747822747058176_n