10/11/2021

Grunnskólinn á Hellu

Grunnskólinn á Hellu
Grunnskólinn á Hellu

Grunnskólinn á Hellu. Verkís sér um alla verkfræðihönnun á fyrsta áfanga viðbyggingar við Grunnskólann á Hellu.

Áætlað er að fara í stækkun á Grunnskólanum á Hellu og tekur Verkís þátt í hönnun fyrsta áfanga sem er hluti af stærri uppbyggingu skólans. Áætlað er að uppbyggingin fari fram í fjórum áföngum.

Fyrsti áfangi felur í sér byggingu á einni hæð með fjórum kennslustofum, heimasvæði og kjarna með snyrtingum. Byggingin er viðbygging og mun tengjast elsta hluta skólans.

Grunnskólinn á Hellu rekur uppruna sinn til ársins 1958 þegar skólahald hófst og var starfræktur á nokkrum stöðum allt til 1962 þegar bygging skólahúss lauk.

Í dag inniheldur skólinn 10 bekkjardeildir með 133 nemendum, skóladagheimili fyrir yngstu börnin, skólabókasafn og íþróttahús.

Áætlað er að bjóða verkið út í febrúar á næsta ári.

Heimsmarkmið

Grunnskólinn á Hellu
Grunnskólinn á Hellu