31/05/2018

Gullvottun Hjólafærni

Gullvottun Hjólafærni
Elín Vignisdóttir, landfræðingur á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís, veitti vottuninni viðtöku og er hún lengst til vinstri.

Gullvottun Hjólafærni, Verkís hlaut nýlega tilnefninguna. Félagið Hjólafærni miðar að því að auka öryggi hjólreiðamanna í umferðinni.

Hjólafærni býður skólum, vinnustöðum og ferðamannastöðum að vinna með þeim vottun um hjólavæni. Unnið er út frá vottun sem þróuð hefur verið meðal hjólreiðafélaga erlendis, aðlagað að íslenskum aðstæðum.

Í úttekt Hjólafærni segir að Verkís hafi um árabil verið til fyrirmyndar vegna aðstöðu og stefnumótunar gagnvart virkum og umhverfisvænum samgöngum. Verkís hlaut 82 stig af 100 mögulegum í úttektinni en miðað er við 75 – 100 stig til að fá gullvottun. Enginn hefur enn skorað yfir 90 stig í úttektinni og mun Verkís að sjálfsögðu stefna að því.

Starfsfólk Verkís hefur aðgang að rúmgóðri, þjófavarinni hjólageymslu með góðum hjólastæðum. Starfsfólk hefur einnig aðgang að sturtu, aðstöðu til að skipta um föt og læstum skápum auk þurrherbergis.

Þá hefur starfsfólk einnig aðgang að hjólapumpu, viðgerðaraðstöðu og hleðslu fyrir rafmagnshjól. Árlega er boðið upp á hjólaskoðun á hjólum starfsfólks sem og fyrirlestra eða viðburði sem hvetja til hjólreiða. Verkís tekur árlega þátt í Hjólað í vinnuna og boðið er upp á samgöngusamninga á vinnustaðnum. Þá hefur Verkís sett sér samgöngustefnu.

Gullvottun Hjólafærni
Elín Vignisdóttir, landfræðingur á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís, veitti vottuninni viðtöku og er hún lengst til vinstri.