29/05/2019
Hádegisfræðslufundur um hleðslu rafbíla
Hádegisfræðslufundur um hleðslu rafbíla. Um sextíu manns mættu á opinn fræðslufund Verkís í hádeginu í dag og tvö hundruð manns horfðu á beina útsendingu frá fundinum. Við þökkum gestum fyrir komuna og erum ánægð og þakklát fyrir mikinn áhuga.
Dagskrá fundarins:
- Hleðslulausnir: Hvað er í boði?
Bjarni Freyr Guðmundsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Verkís hf. - Notum réttan búnað: Umfjöllun um val og uppsetningu á búnaði
Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur hjá Verkís hf. - Rafbílavæðing fjöleignarhúsa og lögfræðileg álitaefni
Sigurður Helgi Guðjónsson, lögmaður og formaður Húseigendafélagsins
Hlíf Ísaksdóttir, byggingarverkfræðingur og stjórnarformaður Verkís hf., stjórnaði fundinum.