16/07/2018

Hakið, opnun nýrrar gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum

Þingvellir þjónustumiðstöð
Þingvellir þjónustumiðstöð

Þann 18. júlí næstkomandi verður gestastofan HAKIÐ á Þingvöllum opnuð formlega við hátíðlega athöfn.  Aðkoma Verkís er byggingarstjórn og verkeftirlit.

Vegna aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands þann 18. júlí næstkomandi verður hátíðarfundur haldinn á Þingvöllum við Lögberg. Þann dag var samningi um dansk-íslensk sambandslög lokið með undirritun Alþingis. Þá samþykkti Alþingi frumvarp til laganna 9. september og var frumvarpið samþykkt í  þjóðaratkvæðagreiðslu 19. október. Lögin öðluðust gildi 1. desember sama ár. Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Segja má að þetta hafi verið einn merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttunni, sem hafði þá staðið í nær eina öld.

Stækkun gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum – HAKIÐ
Í stækkaðri gestastofu, sem stendur ofan við Almannagjá, verður bætt aðstaða til almennrar upplýsingagjafar fyrir gesti þjóðgarðsins.  Þar hefur verið sett upp ný og mikið endurbætt sýning, nýr sýningarsalur fyrir gesti, fjölnotasalur sem getur verið sýningarsalur eða kvikmyndasalur, kennslustofa, fundarherbergi, skrifstofur og tæknirými. Stækkun gestastofu er 1.057 m² og er heildarflatarmál húss 1.277 m² eftir stækkun. Eldri gestastofa Þjóðgarðsins á Þingvöllum var 212 m² og reist árið 2002. Sá hluti hefur nú verið endurinnréttaður og inniheldur m.a. veitingasölu og kaffistofu auk lítillar verslunar. Einnig hefur verið unnið að breyttri aðkomu að húsi með göngustígum og fjölgun bílastæða.

Öllum landsmönnum gefst kostur á að fylgjast með hátíðarfundinum þann 18. júlí í beinni sjónvarpsútsendingu og verða honum gerð góð skil í ríkisútvarpi og sjónvarpi. Þar verða forseti Íslands, ríkisstjórn, alþingismenn og makar þeirra, hæstiréttur, forsetar norrænna þjóðþinga ásamt sendiherrum og ganga þau í skrúðgöngu frá Hakinu niður að Almannagjá fyrir fundinn.  Að fundi loknum gengur hópurinn tilbaka að Hakinu / gestastofu þar sem verður móttaka fyrir gesti og formleg opnun hússins.

Þeir sem komu að verkinu fyrir hönd Verkís:
Kristján Rafn Harðarson
Ólafur Þór Rafnsson
Þórður Þorsteinsson
Kolbeinn Björgvinsson
Guðrún Jóna Jónsdóttir
Laufey Benediktsdóttir
Heiður Þórisdóttir
Jóhannes Loftsson
Halldór M. Gunnarsson
Flosi Sigurðsson
Jónína Ingibjörg Samúelsdóttir

Þingvellir þjónustumiðstöð
Þingvellir þjónustumiðstöð