05/11/2021

Haustfundur SATS

Haustfundur Samtaka tæknimanna sveitarfélaga

Haustfundur Samtaka tæknimanna sveitarfélaga fór fram í gær, fimmtudaginn 4. nóvember.

Verkís var með tvo fulltrúa sem héldu erindi um notkun BIM í byggingargeiranum, við hönnun, í framkvæmd og við rekstur og viðhald.

Rut Bjarnadóttir

Grétar Páll Jónsson, byggingarverkfræðingur og Rut Bjarnadóttir orkuverkfræðingur fjölluðu um líkön og BIM, Arnarnesvegur og skolpdælustöð við Naustavog.

Verkís er nú að yfirfæra þekkingu og reynslu á notkun BIM á sviði bygginga, yfir á samgönguverkefni. Helsti ávinningur við notkun BIM módels er framsetning á forhönnun áður en sjálf verkhönnunin hefst.

Veitur eru að reisa nýja skólpdælustöð við Naustavog í Reykjavík. Stöðin tekur við af eldri dælustöð við Gelgjutanga en sú stöð mun víkja fyrir nýrri byggð í Vogahverfi. Verkefnið fólst í að hanna dælustöðina og gera útboðsgögn. Um er að ræða alla verkfræðihönnun fyrir húsið. Verkefnið var unnið samkvæmt BIM aðferðarfræðinni og öll fagsvið gerðu þrívíð líkön af sinni hönnun. Notast var við BIM360 skýlausnina til að samræma hönnunina og þar var líkönum, teikningum og skjölum skilað inn.

Þetta verkefni er meðal þeirra fyrstu hjá Verkís þar sem öll fagsvið taka þátt í BIM hönnun, öll húsbyggingar fögin og einnig jarðvinnan og veitulagnir.

Heimsmarkmið

Haustfundur Samtaka tæknimanna sveitarfélaga