08/12/2023

Heimsmarkmið SÞ: Áherslur Verkís

Verkís lagði á dögunum lokahönd á áherslur sínar í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hefur gefið út bækling á rafrænu formi sem hægt er að nálgast hér.

Heimsmarkmiðin eru sett af Sameinuðu þjóðunum með það markmið að aðstoða við að leysa alvarlegustu áskoranir heimsins, svo sem fátækt, hungur, sjúkdómar, ójafnrétti og umhverfismál.
Skoðuð voru öll 17 heimsmarkmiðin og undirmarkmið þeirra, sem eru í heildina 169. Þau voru síðan mátuð við starfsemi Verkís og valdar voru þær áherslur sem tengjast stefnum og starfsáætlunum Verkís.

Niðurstaðan er sú að Verkís leggur stóra áherslu á að innleiða sjálfbærni í alla þætti starfseminnar. Þessi áhersla verður leiðarljós fyrir starfsfólk og stjórn fyrirtækisins, og er hluti af skyldum og markmiðum sem fyrirtækið hefur sett sér í heild.

Heimsmarkmið