Hlöðum rafbílinn rétt – Hádegisfræðslufundur Verkís
Fundurinn hentar öllum þeim sem vilja fræðast meira um hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla.
Áhersla verður lögð á öryggi rafbílahleðslu en einnig verður farið nánar út í möguleika fyrir einbýli, fjölbýli og sumarbústaði.
Hlíf Ísaksdóttir, byggingarverkfræðingur og stjórnarformaður Verkís |
Fundarstjórn | |
Bjarni Freyr Guðmundsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Verkís. |
Hleðslulausnir: Hvað er í boði? | |
Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur hjá Verkís. |
Notum réttan búnað – Umfjöllun um og val og uppsetningu á búnaði |
|
Sigurður Helgi Guðjónsson, lögmaður og formaður Húseigendafélagsins. |
Rafbílavæðing fjöleignarhúsa og lögfræðileg álitaefni. |
Fundurinn hefst kl. 12 og stendur yfir í klukkutíma. Hann fram í höfuðstöðvum Verkís að Ofanleiti 2, Reykjavík. Að loknum erindum verður boðið upp á umræður og spurningar úr sal. Aðgangur að fundinum er ókeypis. Boðið verður upp á hádegishressingu.
Gestir eru beðnir um að merkja við „going“ á Facebook-viðburðinum vegna takmarkaðs sætafjölda. Einnig er hægt að senda tölvupóst með staðfestingu á netfangið kynningarmál@verkis.is.
Við hvetjum þig til að nota vistvænar samgöngur þegar þú kemur á fundinn.
Hér er hægt að lesa nánar um þjónustu Verkís á þessu sviði.
Bæklingur um þjónustu Verkís: Hleðsla rafbíla.
