16/05/2019

Hlöðum rafbílinn rétt – Hádegisfræðslufundur Verkís

Hlöðum rafbílinn rétt
Hlöðum rafbílinn rétt

Hlöðum rafbílinn rétt – Hádegisfræðslufundur Verkís. Miðvikudaginn 29. maí nk. stendur Verkís fyrir opnum hádegisfræðslufundi fyrir heimili og húsfélög um hleðslu rafbíla. Á fundinum, sem ber yfirskriftina Hlöðum rafbílinn rétt, munu sérfræðingar okkar og gestafyrirlesari fræða og svara spurningum um málefnið.

Fundurinn hentar öllum þeim sem vilja fræðast meira um hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla.

Áhersla verður lögð á öryggi rafbílahleðslu en einnig verður farið nánar út í möguleika fyrir einbýli, fjölbýli og sumarbústaði.

Hlíf Ísaksdóttir,
byggingarverkfræðingur og stjórnarformaður Verkís
Fundarstjórn
Bjarni Freyr Guðmundsson,
rafmagnsverkfræðingur hjá Verkís.
Hleðslulausnir: Hvað er í boði?
Þórður Þorsteinsson,
rafmagnstæknifræðingur hjá Verkís.
Notum réttan búnað –
Umfjöllun um og val og uppsetningu á búnaði
Sigurður Helgi Guðjónsson,
lögmaður og formaður Húseigendafélagsins.
Rafbílavæðing fjöleignarhúsa og lögfræðileg álitaefni.

Fundurinn hefst kl. 12 og stendur yfir í klukkutíma. Hann fram í höfuðstöðvum Verkís að Ofanleiti 2, Reykjavík. Að loknum erindum verður boðið upp á umræður og spurningar úr sal. Aðgangur að fundinum er ókeypis. Boðið verður upp á hádegishressingu.

Gestir eru beðnir um að merkja við „going“ á Facebook-viðburðinum vegna takmarkaðs sætafjölda. Einnig er hægt að senda tölvupóst með staðfestingu á netfangið kynningarmál@verkis.is.

Við hvetjum þig til að nota vistvænar samgöngur þegar þú kemur á fundinn.

Hlöðum rafbílinn rétt
Hlöðum rafbílinn rétt