06/03/2024

Hringvegur (1) um Hornafjörð

Hringvegur (1) um Hornafjörð
© Vegagerðin
Hringvegur um Hornarfjörð

Hringvegur (1) um Hornafjörð er í fullum gangi og Verkís hefur umsjón með verkinu í samstarfi við Verkhof.

Framkvæmdir hófust í júlí 2022 og á að vera fulllokið í desember 2025. Framkvæmdirnar felast í lagningu 19 km þjóðvegar sem mun stytta núverandi hringveg um 12 km og lagningu á 9 km af tengi- og hliðarvegum ásamt byggingu fjögurra tvíbreiðra brúa og tveggja áningarstaða. Nýir vegkaflar og brýr verða byggðar meðal annars yfir Djúpá, Hornafjarðarfljót, Hoffellsá og Bergá.

Nú þegar hefur verið lögð 5 km löng vegfylling og gerður tilraunakafli fyrir gatnamót niður á Höfn. Einnig hefur verið hafist handa við uppslátt brúarinnar yfir Djúpá og Hornafjarðarfljót

Verkstjórar og aðrir starfsmenn sem koma að verkinu eru:

  • Guðni Eiríksson frá Verkís, sem hefur umsjón með verkefninu.
  • Björgvin Óskar Sigurjónsson frá Verkhof, sem sér um daglegt eftirlit.
  • Aðrir starfsmenn frá Verkís eru Andrés Gísli Vigdísarson, Einar Sverrir Óskarsson, Davíð Thor Guðmundsson og Sólveig Kristín Sigurðardóttir.

Heimsmarkmið

Hringvegur (1) um Hornafjörð
© Vegagerðin
Hringvegur um Hornarfjörð