23/10/2023

Hydro 2023

© Green By Iceland

Ráðstefnan HYDRO 2023 var haldin í Edinborg, Skotlandi daganna 16.-18.október sl. Rut Bjarnadóttir, orkuverkfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði, og Sólveig Kristín Sigurðardóttir, byggingarverkfræðingur á Samgöngu- og umhverfissviði, voru fulltrúar Verkís á ráðstefnunni og voru á bás með öðrum íslenskum fyrirtækjum undir merkjum Green By Iceland.

Þemað á ráðstefnunni var „New ideas for proven resources“ og voru því flestir fyrirlestrarnir um það hvernig væri hægt að nýta vatnsaflið betur og á hagkvæmari hátt og taka betur tillit til umhverfis- og öryggissjónarmiða.

Þátttaka Verkís á ráðstefnunni gekk vel, allt frá áhugaverðum fyrirlestrum sem voru í boði til uppbyggilegra samræða um áhugaverð og þörf verkefni á sviði vatnsafls.

Heimsmarkmið

© Green By Iceland