21/10/2018

Verkís perlaði 337 armbönd fyrir Kraft

Verkís bauð forsvarsmönnum Krafts, stuðningsfélegs fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra, í heimsókn að Ofanleiti 2.

Markmið heimsóknarinnar var að perla armbönd fyrir félagið sem verða síðan sett í sölu í byrjun nóvember og allur ágóði mun renna til félagsins.

Starfsmenn og fjölskyldur þeirra eyddu deginum saman í góðum félagsskap og styrktu um leið gott málefni. Á viðburðinum voru perluð samtals 337 armbönd, 34.000 kr. var safnað í frjálsum framlögum og keypt voru armbönd á staðnum fyrir 48.000 kr.

Ein helsta fjáröflunarleið Krafts er sala perluarmbanda með áletruninni „Lífið er núna“. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum sem leggja félaginu lið með því að bjóða fram krafta sína. Hægt er að skoða nánar og styrkja Kraft á síðu þeirra https://www.kraftur.org/.

Perlað fyrir Kraft
Perlað fyrir Kraft