13/10/2023

Lagarlíf 2023

Lagarlíf 2023
Jón Pálmason

Lagarlíf 2023. Ráðstefnan Lagarlíf var haldin 12. og 13.október á Grand hótel. Tónninn þetta árið var stefnumótun í lagareldi á Íslandi ásamt kynningu á lagareldi Færeyinga. Í tólf málstofum var lögð áhersla á að kynna stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi ásamt færeyskri málstofu með kynningu á atvinnugreininni þar í landi.

Jón Pálmason, rafmagnsverkfræðingur frá Verkís, var einn af þeim sem var með erindi á ráðstefnunni. Fyrirlesturinn bar heitið „Vöktun og samskipti, verkefni Verkís í fiskeldi” og fjallaði um yfirferð á þjónustu og verkefnum Verkís í fiskeldi með áherslu á vöktun og samskipti.
Fyrirlesturinn var fluttur á ensku og var heitið á honum: „Monitoring and communication, Verkís projects in fish farming”.

Lagarlíf 2023

Tilgangur félagsins Lagarlíf er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun greinarinnar. Félagið er ekki hagsmunasamtök einstakra hópa og vinnur ekki að hagsmunagæslu.
Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.

Lagarlíf 2023
Jón Pálmason