18/02/2019

Landspítalinn viðhaldsframkvæmdir

LSH Hringbraut
LSH Hringbraut

Verkís hefur komið að viðhaldsverkefnum á Landspítalanum við Hringbraut síðustu ár og hefur aðkoman að mestu leiti verið að meta viðhaldsþörf bygginganna, magntaka skemmdir á húsunum og gera tillögur að viðgerðaraðferðum, ásamt eftirliti með framkvæmdum.

Útbúnar hafa verið kostnaðaráætlanir og verklýsingar sem byggja á magntöku og fyrirhuguðum viðgerðaraðferðum og að undangengnu samþykki verkkaupa hafa verið gerð útboðsgögn.

Á síðustu þremur til fjórum árum hafa stærstu framkvæmdirnar verið við fjögur af húsunum við Hringbraut þ.e. aðalbygging, kvennadeild, geðdeild og eldhúsbygging.

Aðalbygging – sumarið 2018

  • Skipt út gleri og gluggum í E- og G-álmum hússins
  • Múrviðgerðir og málningarvinna

Skipt út 80 veltifögum og sett í minni opnanleg fög úr áli. Endurnýjaðir voru rúmlega 500 fermetrar af gleri og málaðir rúmlega 1.200 fermetrar af útveggjum.

Í sumar er áætlað að halda áfram þar sem frá var horfið og klára setustofu E–álmu á móti nýja sjúkrahótelinu, norður- og austurhliðar F-álmu ásamt norðurhlið G-álmu. Samtals er áætlað að skipta út um 330 fermetrum af gleri, endurnýja og skipta út fyrir álfög 50 veltifögum og mála um 1.150 fermetra af veggjum. Þegar því verkefni lýkur verður einungis einum áfanga í viðhaldsverkefnum aðalbyggingar ólokið.

Kvennadeild – sumarið 2017 og 2018

  • Suðurveggur var klæddur og skipt um 24 glugga
  • Múrviðgerðir, málningarvinna og skipt um gler

Alls voru endurmálaðir um 2.000 fermetrar útveggja og endurnýjaðir um 215 fermetrar af gleri. Framkvæmdum við kvennadeild lauk fyrir jól og telst viðhaldi utanhúss lokið.

Geðdeild – síðastliðin þrjú ár

  • Endurnýja málningarkerfi hússins og skipt út skemmdu gleri

Á síðustu þremur árum er búið að skipta út um 3.000 fermetrum af málningarkerfinu og um 280 fermetrum af gleri auk þess sem veggur við hlið aðalinngangs var klæddur álklæðningu.
Hjá Verkís er núna unnið að gerð útboðsgagna fyrir síðasta áfanga viðhaldsverkefna við geðdeildina og verða norðurhliðar hússins teknar í gegn í sumar.

Eldhúsbygging – 2016-2017

  • Skemmdir á suðurhlið og á báðum göflum hússins
  • Múrviðgerðir, skipt út gleri og húsið málað
  • Skipt um alla glugga í tengigangi milli aðalbyggingar og eldhúss
  • Múrviðgerðir á tengigangi og málningarvinna

Í eldhúsbyggingunni er einungis eftir að gera við norðurhliðina á húsinu.

LSH Hringbraut
LSH Hringbraut