24/08/2019

Lið Verkís annað íslenskra liða á HM í rafbílarallýi

Þetta er í annað skipti sem keppt er um heimsmeistarastitilinn í rafbílarallýi hér á landi. Markmið keppninnar er meðal annars að hvetja ökumenn til að breyta akstri sínum með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni bílaumferðar með því að nota rafmagn sem drifkraft ökutækja. 

Ragnar og Hlíf óku e-Golf, bíl í eigu fyrirtækisins. Það voru þeir Artur Prusak frá Póllandi og Thierry Benchetrit frá Frakklandi sem fóru með sigur af hólmi. Úrslit keppninnar má finna hér. 

Verkís hefur tekið ákvörðun um að leggja áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Var það gert í kjölfar ákvörðunar um að draga fram samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins og undirrita UN Global Compact.

Fellur þátttaka Verkís í heimsmeistaramótinu í rafbílarallýi vel undir heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun, þ.e. heimsmarkmið 5 um jafnrétti kynjanna, heimsmarkmið 7 um sjálfbæra orku og heimsmarkmið 11 um sjálfbærar borgir og samfélög. 

Verkís sendi blandað lið til keppni og tekur með þátttöku sinni þátt í að vekja athygli á akstri rafbíla ásamt því að hvetja ökumenn til að breyta akstri sínum með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni bílaumferðar með því að nota rafmagn sem drifkraft ökutækja.

Áhersla Verkís á heimsmarkmið SÞ 

Frétt Verkís: Verkís sendir lið á heimsmeistaramótið í rafbílarallýi

Rafbílarallý2019
download