20/12/2018

Marriott flugvallarhótel

Marriot flugvallahótel
Marriot flugvallahótel

Áætlað er að opna Marriott Courtyard flugvallarhótelið á Aðaltorgi við Keflavíkurflugvöll fyrir lok árs 2019. Óvissan í íslenskri ferðaþjónustu hefur ekki breytt áformum hótelsins.

Það er fyrirtækið Aðaltorg ehf. í Reykjanesbæ sem er verkkaupi.  Verkís hefur séð um alla verkfræðihönnun og ráðgjöf vegna verkefnisins.  Arkitektahönnun sáu Arkís arkitektar um en verktakafyrirtækið ÍAV sér um byggingu. Capital hotels munu sjá um rekstur Marriott Courtyard hótelsins.

Hótelið verður sett saman úr fullinnréttuðum stáleiningum frá CIMC-MBS í Kína. Einingarnar koma til landsins með sérstöku skipi sem landar farminum í Helguvík.

Hótelið mun innihalda 150 herbergi, veitingastað, fundarsali og aðra þjónustu.

Uppfært 4.5.2020: Hótelið hefur fengið nafnið Aðaltorg.

Marriot flugvallahótel
Marriot flugvallahótel