27/06/2019

Mikill áhugi á leðurgimpi Verkís

Þórður Þorsteinsson, tæknifræðingur og einn tíu liðsmanna Verkís, skellti sér í leður frá toppi til táar áður en brunað var í gegnum Egilsstaði og þaut þar í gegn, í 26 stiga hita, í fylgd tveggja annarra úr liðinu.

Uppátækið vakti mikla lukku, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 

Frétt Vísis: Tæknifræðigimp brunaði í gegnum Egilsstaði með grímuna hennar Yrsu
Frétt DV: Sjáðu BDSM gimpið sem hjólar í WOW Cyclothon
Frétt mbl.is: Sveittur í leðri í gegnum Egilsstaði 

Þegar þetta er skrifað hefur liðið safnað rétt tæpum 250 þúsund krónum . Við þökkum kærlega fyrir áhætin og hvetjum alla til þess að heita á duglega fólkið okkar og leggja þannig sumarbúðunum í Reykjadal lið.

Sumarbúðirnar eru fyrir börn og ungmenni með líkamlega og/eða andlega fötlun. Búðirnar eru reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.

Áheitanúmer Verkís er 3040
Sendið 3040 í SMS í:
901 5001 fyrir 1.000 kr.
901 5002 fyrir 2.000 kr.
901 5005 fyrir 5.000 kr.
901 5010 fyrir 10.000 kr.

Hér má sjá myndband af Þórði og félögum hjóla í gegnum Egilsstaði. 

Þú getur fylgst með liðinu á Facebook og Instagram.

Mikill áhugi á leðurgimpi Verkís