17/05/2018

Morgunverðarfundur um Holmen

Morgunverðarfundur um Holmen
Morgunverðarfundur Holmen

Morgunverðarfundur um Holmen. Í gær stóð Verkís fyrir morgunverðarfundi um sundhöllina Holmen sem nýlega var valin Bygging ársins 2017 í Noregi. Á fundinum voru flutt sex erindi sem sýndu verkefnið frá hinum ýmsu hliðum.

Verkís og Arkís arkitektar hönnuðu bygginguna frá A – Ö og höfðu fyrirlesarar því frá mörgu að segja. Fimm erindi voru flutt af starfsfólki Verkís og eitt af Aðalsteini Snorrasyni, arkitekt og einum af eigendum Arkís. Rúmlega fjörutíu manns sóttu fundinn og þótti hann heppnast vel.

Stöð 2 mætti á fundinn og ræddi við Eirík Stein Búason, byggingarverkfræðing og Aðalstein. Einnig fékk fréttamaðurinn að skyggnast inn í tölvugert líkan af Holmen með hjálp sýndarveruleika.

Sundhöllin Holmen í Asker í Noregi var opnuð síðastliðið sumar og hefur vakið mikla athygli. Umhverfisvæn orka er í lykilhlutverki en nærri helmingur orkunnar sem notuð er við rekstur Holmen er aflað á lóð hennar, meðal annars með varmadælum.

Morgunverðarfundur um Holmen
Morgunverðarfundur Holmen