26/09/2023

Morgunverðarfundur um nýsköpun í orkuskiptum

Myndir - Innovation in energy transition

Mánudaginn 25.september sl. stóð Verkís fyrir morgunverðarfundi í höfuðstöðvum sínum að Ofanleiti 2.Yfirskriftin á fundinum var “Innovation in energy transition – New energy carriers”.
Fundurinn fór fram á ensku, en mætti þýða yfirskriftina sem „Nýsköpun í orkuskiptum – Nýir orkuberar”.

Á fundinum var tekið á móti tveimur framúrskarandi prófessorum til þess að ræða þessi mikilvægu mál. Annars vegar var það Keena Trowell frá McMaster háskólanum í Kanda, sem talaði um málmeldsneyti og grunnatriði málm-vatn viðbragða sem eru notuð til vetnisframleiðslu. Hins vegar var það Christiaan Richter frá Háskóla Íslands, sem fjallaði um ál í hringlaga hagkerfi – frá úrgangi til vetnisorku til súráls.
Einnig kom Rauan Merbekova, rannsóknarfræðingur hjá Tæknisetri/IceTec og kynnti rannsókn á orkugeymsluferli áls. Egill Viðarsson, framkvæmdarstjóri Verkís tók á móti gestum, en fundarstjóri var Albert Albertsson frá HS Orku. Fundurinn var ókeypis og opin öllum. Á hann mættu 47 manns og þ.a. voru 25 í salnum og 22 sem tóku þátt í gegnum Microsoft Teams.

Að skipta yfir í endurnýjanlega orku er mikilvægt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og hefur Verkís tekið þátt í þeirri baráttu með ýmsum hætti. Þrátt fyrir að nægar hreinar orkuauðlindir séu til til að mæta orkuþörf á heimsvísu, er landfræðilegt og tímabundið misræmi milli auðlinda og eftirspurnar enn áskorun.

Hér er hægt að sjá upptöku af fundinum

Heimsmarkmið

Myndir - Innovation in energy transition