07/07/2020

Myndband: Fyrstu áfangar breikkunar Vesturlandsvegar

Vegurinn verður 2+1 vegur en á honum verða þrjú hringtorg, við Móa, annað við Grundarhverfi og það þriðja við Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð á matsskýrslu vegna framkvæmdarinnar. Talið er að matsskýrslan uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt. Áhrif á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð.

Myndband Verkís þar sem sjá má umfang framkvæmdanna: 

https://youtu.be/Av9vwhsoscc

Frétt Vegagerðarinnar: Breikkun Vesturlandsvegar – Myndband

Verkefni Verkís: Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes
Frétt Verkís: Stefnt að útboði Vesturlandsvegar í sumar

Vesturlandsvegur eftir breikkun
vesturlandsvegur