03/01/2023

Níels Einar ráðinn ferla- og umbótastjóri Verkís 

Níels Einar Reynisson.

Níels Einar Reynisson hefur verið ráðinn ferla- og umbótastjóri Verkís. Í starfi sínu mun hann m.a. fást við að þróa ferla og sinna umbótum til þess að bæta rekstur og auka gæði og þjónustu við viðskiptavini.

Níels Einar starfaði sem sérfræðingur á öryggis-, umhverfis- og umbótasviði hjá Norðuráli á Grundartanga frá árinu 2011, sem og staðgengill öryggisstjóra hjá sama fyrirtæki. Áður gegndi hann m.a. stöðu gæðastjóra hjá Ósafli sf. og stöðu verkefnastjóra á mannvirkjasviði ÍAV hf.

Níels Einar lauk BSc prófi í landfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og hóf MSc nám í vinnuvernd og öryggisstjórnun við Loghborough University í Englandi árið 2017. Þess fyrir utan hefur Níels Einar setið fjölda námskeiða og hlotið vottanir er varða verkefnastjórnun, öryggismál, verklagsreglur, vottanir og gæðastjórnun.

Níels Einar er kvæntur Helgu Láru Bæringsdóttur og eiga þau þrjár dætur.

Níels Einar Reynisson.