29/09/2021

Nordiwa – Norræn fráveituráðstefna

Nordiwa
Nordiwa

Verkís er með fyrirlesara á Norrænu fráveituráðstefnunni Nordiwa sem fer fram rafrænt dagana 28. sept – 1. okt.

Vala Jónsdóttir

Vala Jónsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Verkís, fjallar um hönnun sjálfbærra innviða með notkun Breeam Communities. Kynningin var gerð í samvinnu við Sigurð Grétar Sigmarsson, vatnsauðlindaverkfræðing hjá Verkís og Stefaníu Láru Bjarnadóttur, umhverfisverkfræðing hjá Mannvit.

Ráðstefnan er sett upp í nokkrar málstofur og í heildina eru um 200 fyrirlesarar sem taka þátt. Þetta er í sautjánda skipti sem ráðstefnan er haldin þar sem markmið hennar er að fá sérfræðinga á sviði fráveitu til að miðla þekkingu sinni og reynslu.

Áherslu atriði ráðstefnunnar í ár eru loftslagsmál, fráveitukerfi, sjálfbærni og hringrásarhagkerfið.

Verkís veitir fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf við undirbúning og hönnun veitumannvirkja, s.s. fyrir fráveitur, hitaveitur eða vatnsveitur. Sjá nánar um þjónustu Verkís hér.

Sjá nánar um ráðstefnuna.
Sjá dagskrá ráðstefnunnar.

Heimsmarkmið

Nordiwa
Nordiwa