04/04/2018

NTI á Íslandi

Tíu húsfélög hafa fengið styrk
Reykjavík yfirlitsmynd

NTI á Íslandi verður haldin þann 12. apríl á Grand Hótel í Reykjavík. Fyrirtækið NTI sinnir þeim verkfræðistofum sem eru einna fremst í notkun á BIM í dag.

Verkís verður með tvö erindi á ráðstefnunni:

Stækkun Búrfellsvirkjunar: Hönnun, samræming og framkvæmd í þrívídd
Rut Bjarnadóttir, Verkís, orkuverkfræðingur

Hönnun flughlaða á Keflavíkurflugvelli í þrívídd
Ragnar Steinn Clausen, Verkís, byggingarverkfræðingur

Með því að nota BIM aðferðafræðina gefst tækifæri til að auka gæði hönnunar, hagræða í verklegum framkvæmdum og byggja umhverfisvænni mannvirki. Í þessu ferli notar Verkís þrívíð hönnunarlíkön sem innihalda alla byggingarhluta mannvirkisins ásamt upplýsingum um þá.

Á slíkum líkönum er hægt að framkvæma þær greiningar sem þarf til að uppfylla markmið verkefnisins. Með þrívíddarskönnun er tryggt að tekið sé fullt tillit til núverandi aðstæðna og með góðu aðgengi viðskiptavina að hönnunarlíkönum eru allir vel upplýstir um væntanlegt mannvirki.

Dagskrárliðir ráðstefnunnar eru valdir með áherslu á að ögra hugmyndum nútímans í mannvirkjagerð, leita lausna og auka skilvirkni. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast nýjasta hugbúnaðinum sem er í boði fyrir mannvirkjaiðnaðinn og virkni hans í verkefnum dagsins.

Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis.

Tíu húsfélög hafa fengið styrk
Reykjavík yfirlitsmynd