01/06/2019

Ný hátæknileg fiskvinnsla vígð á Grundarfirði

Ný hátæknileg fiskvinnsla
G Run Grundarfirði

Ný hátæknileg fiskvinnsla vígð á Grundarfirði. Í dag var ný hátæknileg fiskvinnsla Guðmundar Runólfssonar hf. opnuð formlega með vígsluathöfn. Um er að ræða eina fullkomnustu fiskvinnslu í Evrópu.

Verkís sá um hönnun á nýju 2.430m² fiskvinnsluhúsi og endurhönnun á eldri byggingu (burðarvirki, grundun, vatnsúðakerfi, lagnir og loftræsing, lýsing, rafkerfi, brunaviðvörunarkerfi, brunahönnun, eftirlitskerfi).

Við hönnun byggingarinnar var stuðst við BIM aðferðarfræðina (upplýsingalíkön mannvirkja) þar sem allir byggingahlutar eru teiknaðir upp í þrívídd. Allir sem komu að verkefninu fengu aðgang að samsettum líkönum mismunandi fagsviða og gátu nýtt þau til samræmingar og rýni notenda. Í þeim tilgangi var meðal annars stuðst við sýndarveruleika.

G.Run hlaut árleg nýsköpunarverðlaun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í fyrra fyrir óvenju metnaðarfulla uppbyggingu hátæklegrar fiskvinnslu.

Ný hátæknileg fiskvinnsla
G Run Grundarfirði