13/09/2018

Ný hótel-, verslunar- og skrifstofubygging í Nuuk

Ný hótel- verslunar- og skrifstofubygging
Ný hótel-, verslunar- og skrifstofubygging í Nuuk

Verkís vinnur að hönnun burðarvirkja nýrrar hótel-, verslunar- og skrifstofubyggingar í NUUK í Grænlandi og kallast verkefnið HHE Express.

Byggingin er á horni  Aqqusinersuaq og Jens Kreutzmannip Aqquitaa rétt við kirkjugarðinn, en þar voru nokkur gömul hús sem búið er að rífa.

Húsið verður 4 hæðir auk kjallara undir hálfu húsinu. Brúttó flatarmál hússins er 3.412m² og er hótelið 2.853m², verslun 384m² og skrifstofur 175m². Hótelherbergin eru á efstu þremur hæðunum og eru 36 herbergi á hverri hæð eða 108 herbergi samtals.

Verkið er unnið fyrir Permagreen Grønland A/S en það fyrirtæki er verktaki við byggingu hússins. Árið 2013 hannaði Verkís sams konar byggingu á þessari lóð fyrir Permagreen  en sú bygging var með færri og stærri herbergjum. Framkvæmdir fóru þó aldrei af stað, þar sem ekki var talin næg eftirspurn eftir slíkri starfsemi á þeim tíma.

Grundun hússins er sérstæð þar sem yfirborð klappar undir húsinu hallar mjög mikið og er um þriðjungur hússins grundaður beint á klöpp en hinn hlutinn er á blöndu af sandi og silt, svokölluðum «aflejringer».

Verkís á að skila öllum burðarþolsteikningum um miðjan september.

Ný hótel- verslunar- og skrifstofubygging
Ný hótel-, verslunar- og skrifstofubygging í Nuuk