04/09/2018

Nýr útibússtjóri hjá Verkís

Norðurlandsútibú Verkís er elsta útibú Verkís, stofnað árið
1964.  Fyrsti útibússtjórinn var Pétur Pálmason en árið 1984 tók Haraldur
Sveinbjörnsson við.  Jónas V. Karlesson tók við keflinu árið 1999 eins og
áður sagði en nú hefur Ragnar Bjarnason tekið við.  

Ragnar Bjarnason er byggingarverkfræðingur M.Sc.  Hann
hóf störf hjá Verkís árið 2014 og hefur að mestu unnið að hönnun burðarvirkja,
eftirliti með verkframkvæmdum ásamt verkefnaumsjón.

Jónas mun áfram starfa í útibúinu við hlið Ragnars þannig
að reynsla hans síðustu áratuga nýtist.  Við þökkum Jónasi fyrir frábært
starf sem útibússtjóri og óskum Ragnari farsældar á nýjum vettvangi.

Nýr útibússtjóri hjá Verkís