21/05/2021

Nýsköpun í mannvirkjagerð: framkvæmdir til framtíðar

Nýsköpun í mannvirkjagerð
Nýsköpun í mannvirkjagerð

Verkís, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og  Byggingavettvangurinn bjóða til opinnar málstofu í samstarfi við Nýsköpunarvikuna föstudaginn 28. maí frá kl. 9 – 11.30.

Á viðburðinum verður nýtt skipulag á rannsóknar- og nýsköpunarumhverfi byggingariðnaðarins kynnt auk þess sem fulltrúar úr allri virðiskeðju mannvirkjagerðar segja reynslusögur um nýsköpun innan byggingariðnaðarins.

Nýsköpun á sér stað á öllum stigum mannvirkjageirans, hvort sem það er við þróun byggingarefna, hönnun mannvirkja, fjármögnun þeirra, framkvæmdir eða rekstur, á stjórnsýslustigi eða við rannsóknir og nám. Gerð verður tilraun til að hrekja hina lífseigu mýtu um að byggingargeirinn sé íhaldssamasti bransinn á Íslandi.

Á dagskránni er fjöldi spennandi kynninga og örerinda frá helstu hagaðilum virðiskeðjunnar:

Davíð Friðgeirsson, BIM ráðgjafi og byggingarfræðingur, flytur erindið Tæknibylting í hönnun mannvirkja fyrir hönd Verkís.

Hægt verður að horfa á streymi frá viðburðinum hér á Facebook-síðu hans („Nýsköpunarvikan: Nýsköpun í mannvirkjagerð – framkvæmdir til framtíðar“). Skráning á viðburðinn fer fram hér.

Viðburðurinn er hluti af Nýsköpunarvikunni, nýrri hátíð í Reykjavík sem fer fram dagana 26. maí -2. júní 2021. Frumkvöðlum og fyrirtækjum gefst tækifæri á að kynna þá skapandi starfsemi sem á sér stað á degi hverjum, opna dyrnar fyrir gestum og gangandi og vekja athygli á þeim framúrstefnulegu lausnum sem hafa sprottið upp úr íslensku hugviti. Nánar á www.nyskopunarvikan.is.

Nýsköpunarvikan (nyskopunarvikan.is) – viðburðurinn á heimasíðu Nýsköpunarvikunnar.

Heimsmarkmið

Nýsköpun í mannvirkjagerð
Nýsköpun í mannvirkjagerð