30/04/2021

Opnun Sky Lagoon í Kópavogi

Nýtt baðlón í Kópavogi, Sky Lagoon, verður tekið í notkun í dag. Verkís annaðist hönnun laugarkerfis baðlónsins, hitaveituinntaks og hitunar lóns og varmaendurvinnslu.

Þá sá Verkís einnig um brunahönnun og ráðgjöf við samræmingu og uppsetningu laugarkerfis, lagna-, dælu- og hreinsibúnaðar.

Um er að ræða eina af stærstu framkvæmdum í ferðaþjónustu síðustu ára. Um er að ræða glæsilegan baðstað með heitu lóni við sjóinn og einstöku útsýni á ysta odda Kársnessins í Kópavogi. Baðlónið er með 70 metra löngum óendanleikakanti sem gefur þá tilfinningu að himinn og haf renni saman þegar horft er út úr lóninu.

Staðnum er ætlað að upphefja íslenska baðmenningu, byggingarsögu og náttúru. Við byggingu lónsins var meðal annars notast við svokallaða klömbruhleðslu sem víða mátti sjá hér á landi á árunum áður.

Heimsmarkmið

Sky Lagoon
73304983_142155343820437_1529208374002974720_n