23/01/2019
Opnun Vaðlaheiðarganga
Göngin eru 7,4 km löng milli Eyjafjarðar, gegnt Akureyri og Fnjóskadal. Með göngunum styttist vegalengd á milli Akureyrar og Húsavíkur um 15,7 km og ekki þarf lengur að fara fjallaveginn um Víkurskarð þar sem færð spillist gjarnan að vetrum.
Heildarlengd vegskála er um 320 m, 84 m Eyjafjarðarmegin og 224 m Fnjóskadalsmegin. Í göngunum eru 14 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum eru fjögur steypt tæknirými og tvö við hlið vegskála.
