23/01/2019

Opnun Vaðlaheiðarganga

vadlaheidargong
Vaðlaheiðargöng

Nú hafa Vaðlaheiðargöng verið opnuð almenningi. Verkís sá um hönnun vegskála, tæknirýma, umsjón, samræmingu og útgáfu útboðsgagna.

Göngin eru 7,4 km löng milli Eyjafjarðar, gegnt Akureyri og Fnjóskadal. Með göngunum styttist vegalengd á milli Akureyrar og Húsavíkur um 15,7 km og ekki þarf lengur að fara fjallaveginn um Víkurskarð þar sem færð spillist gjarnan að vetrum.

Heildarlengd vegskála er um 320 m, 84 m Eyjafjarðarmegin og 224 m Fnjóskadalsmegin. Í göngunum eru 14 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum eru fjögur steypt tæknirými og tvö við hlið vegskála.

vadlaheidargong
Vaðlaheiðargöng