27/09/2021

Orkuskipti í einu fátækasta ríki Afríku

Orkuskipti í einu fátækasta ríki Afríku

Verkís ásamt ÍSOR, Intellecon, ráðgjafa frá Kómorum og BBA//Fjelco annast undirbúning og drög að reglugerðum um nýtingu á sólarorku, vindorku og vatnsafli á eyjum Kómorum.

Kómorum er eyríki í Indlandshafi og þar stefna stjórnvöld að því að nýta endurnýjanlega orkugjafa í auknum mæli í stað dísilolíu í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Kómorur eru eldfjallaeyjur sem vilja nýta endurnýjanlegar auðlindir sínar vel.

Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna styður við verkefnið en sá sjóður sér um að fjármagna verkefni fyrirtækja á sviði atvinnuþróunar og uppbyggingar efnahags- og viðskiptalífs í fátækari löndum heims.

Frétt á Vísir: Íslensk þekking nýtt í orkuskiptum á Kómorum

 

Heimsmarkmið

Orkuskipti í einu fátækasta ríki Afríku