15/02/2018

Öryggishandbók fyrir SFS

Öryggishandbók
Öryggishandbók

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa gefið út öryggishandbók sem aðgengileg er á netinu. Bókinni er ætlað að vera uppflettirit fyrir starfsfólk sem sinnir öryggismálum í fiskvinnslum. Verkís skrifaði bókina í samvinnu við öryggishóp SFS.

Stofnaður var sérstakur öryggishópur með fulltrúum frá aðildarfyrirtækjum SFS sem sá um gerð handbókarinnar. Verkís sinnti hlutverki ráðgjafa og vann náið með hópnum.

Efni bókarinnar byggist á almennu efni um öryggismál, ásamt áhættumati og upplýsingum frá fyrirtækjunum sjálfum. Leitað var til fjölmargra aðila um efni, svo sem Samorku, Landsnets, Orkuveitu Reykjavíkur, RARIK, Umhverfisstofnunar, Rauða kross Íslands og fleiri.

Verkís veitir fjölbreytta þjónustu í öryggismálum, meðal annars aðstoð við gerð áhættumats, öryggis- og vinnuleiðbeininga og handbóka. Verkís vonar að bókin nýtist SFS og öðrum sem koma til með að nota hana vel.

Öryggishandbók
Öryggishandbók