19/12/2020

Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli

Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli
Flugskýli KEF öryggissvæði

Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Verkís verður undirverktaki Black and Veatch vegna hönnunar og framkvæmda á flughlöðum og tengdra verkefna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. ÍAV er aðalverktaki verksins.

Um þrjú verkefni er að ræða. Í fyrsta lagi hönnun og verkframkvæmdir við stækkun á flughlaði innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Í öðru lagi hönnun og verkframkvæmdir fyrir færanlegar gistieiningar. Í þriðja lagi hönnun og verkframkvæmdir vegna færslu á flughlaði fyrir hættulegan farm. Áætluð verklok eru í febrúar 2023.

Auk ofangreindra framkvæmda standa nú yfir eða eru í undirbúningi framkvæmdir sem hafa verið samþykktar á öryggissvæðinu. Þar má nefna breytingar og endurbætur á flugskýli 831, byggingu þvottastöðvar fyrir flugvélar og viðhald og endurbætur á flughlöðum, akstursbrautum og ljósakerfum. Auk þess hafa verið gerðar umfangsmiklar uppfærslur á ratsjárkerfunum og kerfisbúnaði í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Samningur vegna verksins hljóðar upp á 5,3 milljarða íslenskra króna.

 

Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli
Flugskýli KEF öryggissvæði