12/04/2019

Ræddu fráveitulausnir fyrir minni sveitarfélög

Morgunverðarfundur um fráveitulausnir
Morgunverðarfundur um fráveitulausnir

Í gær stóð Verkís fyrir morgunverðarfundi um fráveitulausnir fyrir minni sveitarfélög. Fundurinn var haldinn í starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri og var hann ágætlega sóttur. Sköpuðust líflegar umræður um stöðu fráveitumála í sveitarfélögum þátttakenda.

Ragnar Bjarnason, byggingarverkfræðingur og útibússtjóri Verkís á Akureyri, fjallaði um reglur og kröfur varðandi fráveitumál sem sveitarfélög standa fyrir.

Sigurður Grétar Sigmarsson, vatnsauðlindafræðingur á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís, fjallaði annars vegar um ástand fráveitumannvirkja hér á landi og hins vegar um leiðir sem standa minni sveitarfélögum til boða í fráveitumálum.

Verkís veitir fjölþætta þjónustu og ráðgjöf við undirbúning og hönnun veitumannvirkja. Fyrirtækið býr yfir sérfræðingum með áratuga reynslu á sviði veitumála þegar kemur að hönnun lagna, vélbúnaðar, rafbúnaðar og stjórnkerfa.

Morgunverðarfundur um fráveitulausnir
Morgunverðarfundur um fráveitulausnir