02/01/2018

Samið við Selfossveitur

Nýja dælustöðin á að afkasta allt að 600 l/s en núverandi dælustöð afkastar einungis 250 l/s. Í nýju dælustöðinni verður aðstaða fyrir allt að 1 MW varaaflsstöð auk sýningarrýmis þar sem hægt er að fræðast um sögu Selfossveitna. 

Nýi geymirinn mun rúma 4.500 tonn af heitu vatni til viðbótar við þau 2.600 tonn sem núverandi geymir rúmar. Innifalið í hönnunarsamningnum er að auki deiliskipulag lóðarinnar og eftirfylgni og aðstoð á framkvæmdatíma.

Gert er ráð fyrir að útboðsgögn verði tilbúin á vormánuðum 2018

Selfossveitur
Selfossveitur