18/06/2025
Sjálfbærniskýrsla Verkís 2024 er komin út

Skýrar áherslur, mælanleg markmið og raunveruleg áhrif
Sjálfbærniskýrsla Verkís 2024 er komin út og veitir innsýn í helstu áherslur og árangur fyrirtækisins á sviði sjálfbærni, umhverfismála og samfélagsábyrgðar.
Í skýrslunni er m.a. fjallað um:
- Kolefnisspor og aðgerðir í loftslagsmálum
- Sjálfbær markmið og græn skref í eigin rekstri
- Áherslu á starfsfólk, heilbrigt vinnuumhverfi og jafnrétti
- Þjónustu og verkefni þar sem sjálfbærni skiptir meginmáli
Verkís vinnur markvisst að því að skapa sjálfbærari framtíð – bæði með eigin aðgerðum og í gegnum ráðgjöf í fjölbreyttum verkefnum. Skýrslan endurspeglar metnað okkar til að vera leiðandi í vistvænni hönnun og ábyrgum rekstri.